Plokkfiskur er rótgróinn íslenskur réttur sem er talinn eiga uppruna sinn í Noregi þó að mörg önnur lönd eigi svipaða rétti. Til að hann kallist plokkfiskur þurfa fjögur atriði að vera til staðar: hvítur fiskur, kartöflur, laukur og ljúffeng hvít sósa. Að auki teljum við að plokkfiskur verði ekki fullkomnaður nema með seyddu rúgbrauði og smjöri. Hægt er að fá plokkfisk í öllum flestum matvöruverslunum, fiskbúðum og einnig á sumum veitingastöðum, þó er algengast að íslensk heimili matreiði sinn plokkfisk sjálf – og flestum þykir sinn fiskur bestur. Á Veitingastaðnum Hvönn bjóðum við upp á okkar eigin útgáfu af þessum rétt. Við höldum fast í plokkfisk hefðirnar en setjum þó okkar eigin tvist með tómat-lauksmjöri sem færir réttinum einstakt bragð og útlit.