Rúmgott og fjölhæft húsnæði fyrir bæði formlega og afslappaða viðburði.
Viðburðir í Skálholti
Skipuleggðu næsta viðburð hér!
Á Hótel Skálholti bjóðum við upp á rúmgott og vel útbúið húsnæði, sem hentar bæði fyrir viðburði fyrirtækja og fjölskyldusamkomur. Hvort sem þú ert að skipuleggja ráðstefnu, vinnustofu, hópefli eða sérstaka veislu eins og brúðkaup eða ættarmót, höfum við allt sem þú þarft.
Stóri salurinn okkar er hægt að laga að þínum þörfum, hvort sem um ræðir formlega ráðstefnu, lifandi vinnustofu eða afslappaða jógaæfingu.
Veitingastaðurinn okkar býður uppá einstaka matarupplifun þar sem lögð er áhersla á íslenskt hráefni og nýstárlegar aðferðir svo sem gerjun og þurrkun. Við bjóðum sérsniðna veitingaþjónstu sem tryggir eftirminnilega matarupplifun fyrir alla gesti.
Gistimöguleikarnir eru margir. Hægt er að velja á milli þægilegra hótelherbergja, sjarmerandi smáhýsa eða stærri Skálholtsbúða sem hentar sérstaklega fyrir stærri hópa. Þessi sveigjanleiki gerir það auðvelt að laga dvölina að þörfum hópsins, hvort sem um er að ræða viðskipta- eða fjölskyldusamkomur.
Bókaðu þinn viðburð í dag!
Hafðu samband við okkur í tölvupósti eða símleiðis til að ræða þínar óskir og tryggja bókunina. Við hlökkum til að taka á móti þér á Hótel Skálholti, þar sem framúrskarandi þjónusta sameinast ógleymanlegri íslenskri upplifun.
info@hotelskalholt.is
Sími: 486 8870